Author: Halli Ólafs (page 2 of 2)

Pétur Freyr Halldórsson

Kær félagi og klúbb meðlimur lést á heimili sínu þann 21/12.2016

Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6 janúar kl 13

 

Varahlutaþjónusta

Hæhæ
Nú  get ég útvegað alla orginal varahluti fyrir Ducati hjól
með algjörri lámarksálagningu og allt uppi á borðinu.
Verð sem ég fá frá Ducati með öllum afsláttum sent frá DK til Íslands og álagning til greiddra klúbbmeðlima er 10% en til þeirra sem ekki eru búnir að greiða félagsgjöld er álagningin 20%.
uppl. um verð sem standa verður svarað eins fljótt og hægt er en við það bætist flutningur og önnur opinbergjöld .
Ég get líka pantað ný hjól og gefið þá tilboð í það en pælingin er sú sama.
Ásamt því að panta fatnað.
Hugsunin hjá mér er að þjónusta Ducati eigendur ekki græða á þeim
eina sem er, að greiða verður fyrir vara/auka hluti áður en ég panta
Vona að þetta sé eitthvað sem klúbbmeðlimir og aðrir Ducati eigendur séu sáttir við
ef áhugi er að panta þá er bara að senda mér mail eða bjalla í mig

kv Halli

Gp frétt

Loksins loksins

Í keppni á Redbull brautinni í Austurríki gekk allt upp hjá Ducati sem vann tvöfalt.

Eftir þónokkra keppni milli Dovizioso og Iannone þá hafði Iannone betur á mýkra frammdekki en Doviziozo, þessa keppni voru yfirburðir Ducati þó nokkrir.

Þessi sigur var löngu orðinn tímabær enda var síðasti 1. og 2. sætis sigur Ducati í GP 2007 þar sem Stoner og  Caparossi unnu.

http://www.motogp.com/en/news/2016/08/14/update/207268

Heimsókn

Seint sunnudaginn 22/5 kemur til landsins formaður Ducati klúbbs Milano í stutta vinnuferð til Íslands eitthvað tölvutengt hann fer aftur 26/5

Marco hefur unnið mikið fyrir Ducati verksmiðjuna og veit mikið um Ducati almennt sem keppnislið Ducati og keppendur

Ef áhugi er hjá ykkur þá hefur hann smá tíma til að hitta okkur (ekki kominn nákvæmur tími) pælingin er hjá honum er að kíkja á bjór eða næla sér í eitthvað að borða.

kv Halli

 

Hjólahringur

Pælingin er að renna eins og einn Þingvallahring á morgun sunnudag hittingur í Bike cave kl 13:00

Raftaferðin

Að löggi mann hafði viljað ræða eitthvað við einn úr ferðinni

Hópferð á Raftasýningu laugardaginn

Við ætlum að kíkja á Raftasýninguna í Borgarnesi núna á laugardaginn 7. maí.

Sameinumst í Bike cave á Einarsnesi kl. 11:30 og hendum í okkur kaffi.
Brennum svo af stað um kl.12:00 og skoðum árlega sýningu Raftanna í Borgarnesi.

Athugið það verður að líkindum frítt í göngin eða þannig hefur það verið síðustu ár.

Aðalfundur 2016

Aðalfundur D.O.C Iceland verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 20.00.
Fundurinn verður haldinn að Einarsnesi 40.

Dagskrá

Kosning stjórnar
Lagðir fram reikningar til samþykktar
Uppl. um heimasíðu
Venjuleg aðalfundarstörf
önnur mál

Fundur hefst stundvíslega kl 20:00. Boðið verður uppá kaffi og með því.

Kv.
Stjórnin

Hallgrímur Ólafsson
President
Ducati Klúbburinn á Íslandi
hallis4r@gmail.com

Diavel Carbon !

Frést hefur að Diavel í gám og á leiðinni 🙂

Heyrst hefur …

að lóan sé komin!

Newer posts