doc-logo-2

Lög Ducati klúbbsins

1. Nafn klúbbsins er Ducati klúbburinn (á Íslandi).

2. Merki Klúbbsins er eign klúbbsins sem meðlimir fá að láni á meðan þeir eru fullgildir félagar. Greiða þeir af því afnotagjald og skila því inn til stjórnar ef til úrsagnar kemur
3. Tilgangur klúbbsins er að koma á félagskap þeirra sem eiga Ducati bifhjól á hverjum tíma, eða hafa átt. Efna til og skipuleggja sameiginlega atburði og að miðla upplýsingum um hvað er að gerast í Ducati heiminum. Einnig að vinna með Ducati umboðinu við að byggja upp ímynd Ducati á Íslandi.

4. Félagar geta þeir orðið sem eiga eða hafa átt, eru eða hafa verið umráðamenn Ducati bifhjóla og þeirra makar.

5. Brottvísanir Hægt er að vísa einstaklingi úr klúbbnum, hafi hann sýnt og sannað að hann sé ekki fullfær um að bera merki félagsins. Aðalfundur hefur úrslitavald um meðferð brottvísanna. Einstaklingur sem vísað er úr klúbbnum, skal skila merki klúbbsins sem hann hefur að láni, án endurgjalds.

6. Aðalfund skal halda ár hvert í byrjun vélhjólatímabils. Til hans skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara með tölvupósti til félaga, eða með öðrum skilvirkum hætti að mati stjórnar. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir :

I. Skýrsla stjórnar vegna liðins árs og starfsáætlun fyrir komandi starfsár.
II. Reikningar klúbbsins kynntir og bornur upp til samþykkis.
III. Tillaga að félagsgjöldum ársins kynnt og borin upp til samþykkis.
IV. Kjör formanns og tveggja meðstjórnenda.
V. Lagabreytingar.
VI. Önnur mál

7. Klúbburinn skal starfsrækja heimasíðu og vera með netfang sem félagsmenn geta notað til að hafa samband við formann og stjórn klúbbsins.

8. Klúbburinn skal gefa út skírteini og félagatal sem sendast til félaganna árlega.

9. Stjórn félagsins og félagsfundur hafa heimild til að skipa nefdir til þess að vinna að ákveðnum málum og eða verkefnum í þágu klúbbsins. Öllum nefndum skal , ef þess er kostur, settur ákveðinn starfstími. Við starfslok getur stjórn, séverkefnið þess eðlis að mati stjórnar, óskað eftir skriflegu áliti um störfs nefndarinnar.

10. Lagabreytingar má aðeins leggja fram til samþykktar á aðalfundi. Nái þær aðeins fram að ganga að 3/4 hlutar mættra fullgildra félaga séu þeim samþykkir

11. Félaginu er aðeins slitið á aðalfundi og til þess þarf samþykki 3/4 hluta fullgildra félaga. Komi til slita félagsins skulu eignir þess renna til umferðaöryggismála eða annara skyldra mála.