Þar sem það er krafa frá stjórnvöldum að bæta út í bensín alkóhóli þá virðist vera vandamál með plast tanka sem framleiddir voru af Acerbis fyrir Ducati sem og aðra framleiðendur.
Það er hætta á að tankarnir bólgni ef það er geymt í þeim bensín (yfir lengri tíma) sem búið er að blanda.
Samkvæmt uppl. frá Atlandsolíu þá koma þeir ekki til með að blanda alkahóli í bensínið hjá þeim fyrr en þeir verð neyddir til en þeir vilja meina að öll önnur félög geri þetta, ég persónuleg veit ekki með Costco bensínið þar sem ég spurði út í þetta áður en þeir opnuðu.

Þannig að þeir sem eru með þessa plasttanka vinsamlega tæma bensínið af tönkunum fyrir vetrardvala og lengri dvala
þar sem claim á þessa tanka virðist eingöngu gilda fyrir USA hjól

Kv Halli

Samkvæmt nýjustu uppl. frá Costco þá blanda þeir víst líka bensínið hjá sér