Category: Fréttir

Vandamál með plasttanka

Þar sem það er krafa frá stjórnvöldum að bæta út í bensín alkóhóli þá virðist vera vandamál með plast tanka sem framleiddir voru af Acerbis fyrir Ducati sem og aðra framleiðendur.
Það er hætta á að tankarnir bólgni ef það er geymt í þeim bensín (yfir lengri tíma) sem búið er að blanda.
Samkvæmt uppl. frá Atlandsolíu þá koma þeir ekki til með að blanda alkahóli í bensínið hjá þeim fyrr en þeir verð neyddir til en þeir vilja meina að öll önnur félög geri þetta, ég persónuleg veit ekki með Costco bensínið þar sem ég spurði út í þetta áður en þeir opnuðu.

Þannig að þeir sem eru með þessa plasttanka vinsamlega tæma bensínið af tönkunum fyrir vetrardvala og lengri dvala
þar sem claim á þessa tanka virðist eingöngu gilda fyrir USA hjól

Kv Halli

Samkvæmt nýjustu uppl. frá Costco þá blanda þeir víst líka bensínið hjá sér

 

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Ducati klúbbsins á Íslandi 2017 var haldin 29. apríl 2017 í Bike Cave Hafnarfirði.

Mættir voru: Hallgrímur (formaður), Valdimar (varaformaður), Valur (gjaldkeri) Bárður og Ásdís (ritari).  Grímur mætti í lok fundar.

Fundur settur.

Farið yfir reikninga.

 • Staða félagsins er góð, um hundrað þúsund í plús. Sendur voru greiðsluseðlar fyrir 2017 á alla félagsmeðlimi sem voru í félaginu 2016. Þrettán hafa borgað félagsgjöld 27. apríl og þar af greiddu þrír þeirra fyrir +maka.
 • Rætt um útgjöld tengd hýsingu vefsíðu, en vefsíðan var uppfærð og standsett fyrir ári síðan, rætt um möguleika á lækkun á hýsingu hennar. Valur ætlar að vinna í því.
 • Klúbburinn sendi krans í jarðaför Péturs Freyrs.

Reikningar voru samþykktir.

Kostning í stjórn.

 • Allir stjórnarmeðlimir buðu sig fram annað ár, aðeins kom eitt mótframboð í varaformanninn, Kári,  en mótframbjóðandi var ekki á fundinum. Stjórnin kosin áfram óbreytt fyrir árið 2017.

Umræða.

 • Uppástunga um að senda könnun á félagsmeðlimi (núverandi og fyrrverandi) til að fá upplýsingar um það hvað félagsmenn vilja að félagið bjóði uppá/standi fyrir, hugsanlega í gegnum facebook. Ein af uppástundunum gæti verið að félagið eignist nokkur sérhæfð verkfæri sem félagsmenn hafi aðgengi að í gegnum aðild.  Valur ætlar að vinna hugmyndina aðeins lengra og leggja fram könnunina.
 • Formaður fékk leyfi til að tengja nýlega síðu www.ducatiiceland.is við síðu klúbbsins dociceland.is.
 • Formaður talaði um að sala á hjólum myndi hagnast félagsmönnum þar sem að við fyrsta tækifæri væri ný verkstæðistölva keypt en til þess þá þyrfti að selja ný hjól.
 • Ákveðið að setja upplýsingar á heimasíðu klúbbsins um þjónustu og viðgerðarmöguleika þannig að áhugasamir framtíðar Ducatistar hafi aðgengi að mikilvægum upplýsingum. Fá leyfi hjá Dóra viðgerðar- og viðhaldsmanns að setja nafn hans og símanúmer á síðuna.
 • Fá ljósmyndara til að taka ljósmyndir af hjólum félagsmanna. Tengja það jafnvel brautardegi. Athuga með styrktaraðila fyrir brautaruppákomu þar sem klúbburinn væri með brautina í nokkra tíma fyrir sig.  (Grímur og Halli ætla að undirbúa og kynna þegar upplýsingar eru fyrir hendi).

Ferðir í sumar.

 • 1. maí hópkeyrsla. Halli mun auglýsa á facebook.
 • Keyra hringinn í sumar (júní eða júlí).  Áætlað að fara hringinn á ca. þremur dögum. Ákveðið var að taka skoðunarkönnun á facebook um mögulegar dagsetningar. (Halli og Valur munu sjá um undirbúning).
 • Fimmtudagshittingar verða í sumar, byrji 4. maí.
  Hittast á Bike Cave í Hafnarfirði kl. 20.
 • Brautardagur.  Athuga með kostnað og dagsetningar.
 • Styttri dagsferðir ákvarðaðar á fimmtudögum með tilliti til veðurs og áhuga.

Fundi slitið.

Aðalfundur 2017

Athugið nýr fundarstaður

Verður haldinn þann 29/04 kl 20:00 að Bikecave í Hafnarfirði .

þar sem Hafnarborg er til húsa

Tilhögun aðalfundar

20:00 Aðalfundur settur og skýrsla stjórnar

20:20 Farið yfir reikninga félagsins

20:30 Kosning í stjórn og nefdir

20:45 Umræður um tilhögun sumaratburði

21:15 Almenn aðalfundarstörf

Þessar tímasetningar eru áætlun og gætu raskast

 

Á aðalfund eru allir velkomnir sem eiga Ducati ásamt mökum

En þeir sem eiga atkvæðarétt eru eingöngu þeir sem hafa greitt ársgjald

Félagsgjöld hafa verið send í heimabanka

Boðið verður uppá kaffi og jafnvel eitthvað með því ;

Útför Péturs Freys Halldórssonar

Þann 6 Jan 2017 var jarðstunginn kær félagi í Ducati klúbbnum Pétur Freyr Halldórsson

og vottum við fjölskyldu, dóttir og öðrum ástvinum hans innilega samúðar.

Far í friði

Kær hinsta kveðja

Ducati klúbburinn á Íslandi

Pétur Freyr Halldórsson

Kær félagi og klúbb meðlimur lést á heimili sínu þann 21/12.2016

Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6 janúar kl 13

 

Varahlutaþjónusta

Hæhæ
Nú  get ég útvegað alla orginal varahluti fyrir Ducati hjól
með algjörri lámarksálagningu og allt uppi á borðinu.
Verð sem ég fá frá Ducati með öllum afsláttum sent frá DK til Íslands og álagning til greiddra klúbbmeðlima er 10% en til þeirra sem ekki eru búnir að greiða félagsgjöld er álagningin 20%.
uppl. um verð sem standa verður svarað eins fljótt og hægt er en við það bætist flutningur og önnur opinbergjöld .
Ég get líka pantað ný hjól og gefið þá tilboð í það en pælingin er sú sama.
Ásamt því að panta fatnað.
Hugsunin hjá mér er að þjónusta Ducati eigendur ekki græða á þeim
eina sem er, að greiða verður fyrir vara/auka hluti áður en ég panta
Vona að þetta sé eitthvað sem klúbbmeðlimir og aðrir Ducati eigendur séu sáttir við
ef áhugi er að panta þá er bara að senda mér mail eða bjalla í mig

kv Halli