Aðalfundur Ducati klúbbsins á Íslandi 2017 var haldin 29. apríl 2017 í Bike Cave Hafnarfirði.
Mættir voru: Hallgrímur (formaður), Valdimar (varaformaður), Valur (gjaldkeri) Bárður og Ásdís (ritari). Grímur mætti í lok fundar.
Fundur settur.
Farið yfir reikninga.
- Staða félagsins er góð, um hundrað þúsund í plús. Sendur voru greiðsluseðlar fyrir 2017 á alla félagsmeðlimi sem voru í félaginu 2016. Þrettán hafa borgað félagsgjöld 27. apríl og þar af greiddu þrír þeirra fyrir +maka.
- Rætt um útgjöld tengd hýsingu vefsíðu, en vefsíðan var uppfærð og standsett fyrir ári síðan, rætt um möguleika á lækkun á hýsingu hennar. Valur ætlar að vinna í því.
- Klúbburinn sendi krans í jarðaför Péturs Freyrs.
Reikningar voru samþykktir.
Kostning í stjórn.
- Allir stjórnarmeðlimir buðu sig fram annað ár, aðeins kom eitt mótframboð í varaformanninn, Kári, en mótframbjóðandi var ekki á fundinum. Stjórnin kosin áfram óbreytt fyrir árið 2017.
Umræða.
- Uppástunga um að senda könnun á félagsmeðlimi (núverandi og fyrrverandi) til að fá upplýsingar um það hvað félagsmenn vilja að félagið bjóði uppá/standi fyrir, hugsanlega í gegnum facebook. Ein af uppástundunum gæti verið að félagið eignist nokkur sérhæfð verkfæri sem félagsmenn hafi aðgengi að í gegnum aðild. Valur ætlar að vinna hugmyndina aðeins lengra og leggja fram könnunina.
- Formaður fékk leyfi til að tengja nýlega síðu www.ducatiiceland.is við síðu klúbbsins dociceland.is.
- Formaður talaði um að sala á hjólum myndi hagnast félagsmönnum þar sem að við fyrsta tækifæri væri ný verkstæðistölva keypt en til þess þá þyrfti að selja ný hjól.
- Ákveðið að setja upplýsingar á heimasíðu klúbbsins um þjónustu og viðgerðarmöguleika þannig að áhugasamir framtíðar Ducatistar hafi aðgengi að mikilvægum upplýsingum. Fá leyfi hjá Dóra viðgerðar- og viðhaldsmanns að setja nafn hans og símanúmer á síðuna.
- Fá ljósmyndara til að taka ljósmyndir af hjólum félagsmanna. Tengja það jafnvel brautardegi. Athuga með styrktaraðila fyrir brautaruppákomu þar sem klúbburinn væri með brautina í nokkra tíma fyrir sig. (Grímur og Halli ætla að undirbúa og kynna þegar upplýsingar eru fyrir hendi).
Ferðir í sumar.
- 1. maí hópkeyrsla. Halli mun auglýsa á facebook.
- Keyra hringinn í sumar (júní eða júlí). Áætlað að fara hringinn á ca. þremur dögum. Ákveðið var að taka skoðunarkönnun á facebook um mögulegar dagsetningar. (Halli og Valur munu sjá um undirbúning).
- Fimmtudagshittingar verða í sumar, byrji 4. maí.
Hittast á Bike Cave í Hafnarfirði kl. 20. - Brautardagur. Athuga með kostnað og dagsetningar.
- Styttri dagsferðir ákvarðaðar á fimmtudögum með tilliti til veðurs og áhuga.
Fundi slitið.
Leave a Reply